Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. mars 2020 21:54
Elvar Geir Magnússon
FIFA vill frestun landsleikja - Nánast engar líkur á að leikur Íslands fari fram
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það bendir ekkert til þess að umspilsleikur Íslands og Rúmeníu muni fara fram á Laugardalsvelli 26. mars.

FIFA gaf frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem mælt var með því að öllum landsleikjum í mars og apríl verði frestað.

FIFA segir að félög þurfi ekki að hleypa leikmönnum sínum í landsliðsverkefni.

Í yfirlýsingunni segir að alþjóða knattspyrnusambandið telji að þetta sé réttasta og skynsamasta skrefið til að taka við núverandi aðstæður.

Kórónaveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fótboltaheiminn og líklegast er talið að komandi umspilsleikjum verði frestað. Það verður þá staðfest á fundi UEFA næsta þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner