Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. mars 2020 12:01
Elvar Geir Magnússon
West Ham fjórða enska liðið sem fer í sóttkví
Mynd: Getty Images
Leikmenn West Ham eru komnir í sóttkví eftir að þeir komust í snertingu við Mikel Arteta, stjóra Arsenal, þegar liðin tvö áttust við í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Tilkynnt var í gær að Arteta hafi greinst með kórónaveiruna.

Leikmannahópar Arsenal, Chelsea, Everton og West Ham eru því komnir í sóttkví. Auk þess eru Bournemouth og Leicester með leikmenn sem eru í sóttkví.

Enska boltanum hefur verið frestað til 4. apríl að minnsta kosti, vegna heimsfaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner