Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. apríl 2019 20:00
Hafliði Breiðfjörð
Solskjær: Sluppum með skrekkinn
Ole Gunnar þakkar áhorfendum eftir sigurinn í dag.
Ole Gunnar þakkar áhorfendum eftir sigurinn í dag.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United segir að hans menn hafi sloppið með skrekkinn þegar liðið vann 2-1 sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Löglegt mark var dæmt af West Ham í byrjun leiks og þá átti David De Gea frábæran dag í marki Man Utd.

„Þeir spiluðu betur en við, það er sanngjarnt að taka það fram," sagði Ole Gunnar við fjölmiðlamenn eftir leikinn.

„Ég held að það sé engin ósammála um það. Við komumst upp með þetta. Stundum höfum við líka tapað þegar við hefðum átt að vinna, svo heilt yfir jafnar þetta sig alltaf út."

Ole Gunnar var einnig spurður út í frammistöðu De Gea sem átti geggjaða markvörslu skömmu áður en Man Utd fékk sína aðra vítaspyrnu í leiknum sem skilaði sigurmarkinu.

„Maður má hafa góðan markvörð. Hann er frábær markvörður. Ef þeir hefðu skorað í stöðunni 1-1 þá hefðu þeir getað unnið leikinn."

„En við sluppum með skrekkinn og fengum stigin þrjú. Eftir nokkur ár mun enginn muna hvernig við unnum ef þetta þýðir að við endum í einu af fjórum efstu sætunum."

Athugasemdir
banner
banner
banner