Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. apríl 2019 21:12
Hafliði Breiðfjörð
West Ham: Okkur býður við efni myndbandsins
David Gold annar eiganda West Ham.
David Gold annar eiganda West Ham.
Mynd: Getty Images
Lítill hópur stuðningsmanna West Ham varð sér til skammar í kvöld þegar þeir urðu sekir um kynþáttaníð í söngvum sínum.

Myndband af hópnum syngja niðrandi söngva um gyðinga hefur verið í dreifingu undanfarna tvo klukkutíma eða síðan 2-1 tapleik liðsins gegn Man Utd lauk.

West Ham brást hratt við og hefur þegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið segir:

„Okkur býður við efni myndbandsins sem gengur á samfélagsmiðlum núna á laugardagskvöld. Við höfum þegar byrjað að reyna að finna út hverjir brotamennirnir eru. Upplýsingunum verður svo komið til lögreglu og þeir verða bannaðir að eilífu á London leikvangnum auk útileikja liðsins."

David Gold annar eiganda félagsins er af gyðingaættum en hann hefur áður sagt að afi hans hafi svipt sig lífi eftir slíkt níð.

Myndband af þessu er hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner