Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   lau 13. apríl 2024 23:42
Brynjar Ingi Erluson
Verri árangur en þegar Moyes stýrði liðinu
Mynd: Getty Images
Tímabilið hjá Manchester United hefur verið mikil vonbrigði og er nú útlit fyrir að liðið missi af sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Erik ten Hag er að stýra öðru tímabili sínu hjá United. Á síðustu leiktíð hafnaði liðið í 3. sæti og kom sér aftur í Meistaradeild Evrópu en á þessari leiktíð hefur gengið verið brösugt.

Margir varnarmenn hafa verið frá á tímabilinu og Ten Hag stillt upp mörgum mismunandi varnarlínum.

United hefur aldrei fundið taktinn en í dag gerði liðið 2-2 jafntefli við Bournemouth í leik þar sem Bournemouth verðskuldaði öll stigin. Þetta er ekki í fyrsta sinn á tímabilinu sem United er heppið að sleppa með stig, en það var svipað gegn Brentford á dögunum.

Eins og staðan er núna þá er United í 7. sæti með 50 stig, tíu stigum frá Meistaradeildarsæti.

Þegar David Moyes stýrði liðinu tímabilið 2013-2014 þá var liðið með 54 stig eftir jafn marga leiki.

Það skal þá hafa það í huga að stuttu síðar eða 22. apríl 2014 var Moyes rekinn frá United.

Sir Jim Ratcliffe er nýr hluteigandi Manchester United en hann mun væntanlega skoða stjóramálin eftir leiktíðina. Það er ekki útilokað að Ratcliffe vilji fá annan mann til að stýra liðinu á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner