Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 13. maí 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Arnar Grétars: Vonandi mínir síðustu leikir í stúkunni
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Þriðju umferð Pepsi-deildar karla lýkur í kvöld þegar Breiðablik tekur á móti Víkingi Reykjavík klukkan 20 á Kópavogsvelli. Blikar eru með þrjú stig en Víkingar eitt.

Arnar Grétarsson, þjálfari Kópavogsliðsins, hefur lokið afplánun leikbanns og verður á hliðarlínunni í kvöld.

„Það hefur verið erfitt þessa fyrstu tvo leiki að horfa á úr stúkunni. Maður vill nálægðina, geta verið með strákunum frá upphafi til enda leiks. Vonandi voru þetta mínir síðustu leikir í stúkunni," segir Arnar.

„Víkingar hafa verið að spila virkilega vel þó þeir séu aðeins með eitt stig. Það er alltaf meiri pressa að ná fyrsta sigrinum eftir því sem maður fer lengra inn í mót. Að sama skapi viljum við taka þátt í að vera í efri endanum og á von á hörkuleik."

Sóknarmaðurinn Jonathan Glenn kemur einnig úr leikbanni. Byrjar hann í kvöld?

„Það kemur í ljós. Það er ekki kjörstaða að vera í banni, það vilja allir spila. Hann styrkir hópinn og það styrkir okkur að fá hann aftur."

Leikurinn í kvöld er á sérstökum tíma fyrir Pepsi-deildina, klukkan 20 á föstudagskvöldi.

„Ég vona að það verði góð mæting. Það hefur verið talað um hvort það eigi að nota föstudaga fyrir efstu deild. Ég vona innilega að við verðum með fulla stúku," segir Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner