Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 13. maí 2020 09:26
Magnús Már Einarsson
Emil Hallfreðs og Hörður Ingi orðaðir við FH
Emil spilaði með FH í Bose-mótinu í vetur.
Emil spilaði með FH í Bose-mótinu í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson gæti byrjað tímabilið í Pepsi Max-deildinni á láni hjá FH á meðan hlé er á keppni á Ítalíu. Þetta kemur fram í Dr. Football í dag.

Hinn 35 ára gamli Emil gekk í vetur til liðs við Padova á Ítalíu en áður en að því kom hafði hann haldið sér í formi með uppeldisfélagi sínu FH og leikið með liðinu í Bose-mótinu.

Padova er í Serie C á Ítalíu en óvíst er hvort og þá hvenær tímabilið verður klárað þar.

Emil æfir með FH þessa dagana en hann var síðast á mála hjá félaginu árið 2004 þegar liðið varð Íslandsmeistari.

Dr. Footballl segir einnig að FH sé að nálgast samkomulag við ÍA um kaup á bakverðinum Herði Inga Gunnarssyni.

FH gerði tilraunir til að fá Hörð í sínar raðir í vetur en ÍA hafnaði tilboðum þá. Hörður, sem er U21 landsliðsmaður, lék með FH í yngri flokkunum en hann gekk til liðs við ÍA fyrir sumarið 2018.

FH gæti verið að fá frekari liðsstyrk en eins og fram kom í Niðurtalningunni á Fótbolta.net í gær þá er félagið að reyna að fá Pétur Viðarsson til að taka skóna af hillunni.

Sjá einnig:
FH reynir að fá Pétur Viðars til að skipta um skoðun
Athugasemdir
banner
banner