Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. maí 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Muamba kallar eftir launahækkun fyrir heilbrigðisstarfsfólk
Fabrice Muamba.
Fabrice Muamba.
Mynd: Getty Images
Fabrice Muamba, fyrrum miðjumaður Bolton, vill að heilbrigðisstarfsfólk fái launahækkanir eftir að kórónuveirufaraldurinn verður búinn að ganga yfir á Englandi.

Muamba dvaldi í 30 daga á spítala árið 2012 eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Bolton og Tottenham. Muamba var í hjartastoppi í 78 mínútur en hann var mjög ánægður með þá þjónustu sem hann fékk á sjúkrahúsinu eftir atvikið.

Muamba varð að leggja skóna á hilluna í kjölfarið en hann hefur nú stigið fram í fjölmiðlum á Englandi og kallað eftir að heilbrigðisstarfsfólk fái betri laun.

„Um leið og þessi faraldur gengur niður þá þurfa þau meira. Það þarf að passa upp á þessa þjónustu. Það er búið að tala um niðurskurð en þau þurfa meiri pening. Þau þurfa launahækkanir," sagði Muamba.

„Þegar þú hefur sjálfur verið á sjúkrahúsi þá áttar þú þig á þessu. Ég hef séð hversu mikið læknar og hjúkrafræðingar vinna og hversu mikið þau hugsa um sjúklinga."
Athugasemdir
banner
banner
banner