Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. maí 2020 22:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umboðsmaður Tevez svarar: Set spurningarmerki við fagmennsku Neville
Kia til hægri og Tevez til vinstri.
Kia til hægri og Tevez til vinstri.
Mynd: Gazzetta dello Sport
Gary Neville
Gary Neville
Mynd: Getty Images
Gary Neville gagnrýndi í dag hegðun Carlos Tevez á seinna tímabili framherjans hjá Manchester United.

Neville sagði að það hefði sést á Tevez að hann vildi fara. Tevez hefði hætt að leggja sig fram, mætt seint á æfingar og hegðað sér ófaglega.

Kia Joorabchian, umboðsmaður Tevez, hefur aðra sögu á stöðu Tevez hjá United og bendir á tölfræði argentíska framherjans. „Það var algjörlega ekki neitt að því hvernig Tevez var síðasta árið hjá United. Hann var alltaf klár í að spila."

„Hann skoraði fimmtán mörk og lagðoi upp sjö, frábær tölfræði. Hann var alltaf klár í leiki fyrir utan þá þrjá sem hann missti af vegna meiðsla. Mér finnst að frekar ætti að setja spurningarmerki við fagmennsku Gary Neville því hann vann ekki heimavinnuna varðandi feril Carlos þegar hann segir Carlos hafa verið ófaglegan. Hann hringdi aldrei, hann spurði mig eða aðra engra spurninga til að vita hvað gerðist. Hann tjáir sig bara endalaust."

„Með þessum orðum er hann að merkja leikmann sem vann tvöfalt eða þrefalt fleiri titla en hann (Neville sjálfur). Carlos hefur unnið titla í öllum löndum og hefur verið tilnefndur sem knattspyrnumaður ársins í Suður-Ameríku oftar en nokkur annar. Hann var að enda við að skora sigurmarkið og tryggja Boca Juniors titilinn."

„Neville skilur svo ekki, og hann myndi kannski gera það með réttar upplýsingar, ef Manchester United hefði viljað halda Tevez þá var það eina sem félagið hefði þurft að gera að skrifa undir eitt blað og senda það til úrvalsdeildarinnar,"
sagði Kia.

„Hann vildi vera áfram eftir Moskvu þar sem Meistaradeildin vannst. Hann náði Didier Drogba af velli og sigur vannst í vítaspyrnukeppni. United nýtti ekki sitt tækifæri, það var svo einfalt."

„Neville talar um að Tevez hafi verið með fólkið sitt að suða í sér. United skrifaði ekki undir og það er ástæðan. Tevez ákvað sig eftir að möguleiki United rann út og félagið hafði haft níu mánuði til að nýta ákvæðið sem hefði haldið Tevez áfram."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner