Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 13. maí 2021 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Atli Sveinn um markverðina: Reikna með að Aron spili næsta leik
Aron Snær var kominn aftur í  mark Fylkis í kvöld og spilar líklega næsta leik líka.
Aron Snær var kominn aftur í mark Fylkis í kvöld og spilar líklega næsta leik líka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur spyrnir frá marki Fylkis gegn FH í fyrstu umferðinni.
Ólafur spyrnir frá marki Fylkis gegn FH í fyrstu umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltaáhugamenn hafa velt vöngum yfir hvað þjálfarar Fylkis eru að hugsa með markmannsmál liðsins í sumar en Ólafur Kristófer Helgason var óvænt markvörður liðsins í fyrstu tveimur leikjum mótsins gegn FH og HK.

Fylkir gerði svo 1 - 1 jafntefli við KR í Pepsi Max-deildinni í gær og þá var Aron Snær Friðriksson sem hefur varið markið undanfarin ár orðinn byrjunarliðsmaður að nýju.

Ég ræddi þetta mál við Atla Svein Þórarinsson þjálfara Fylkisliðsins eftir leikinn í gær.

„Óli er búinn að vera virkilega flottur í allan vetur og við mátum það þannig að hann ætti skilið að spila. Óli fékk tvo leiki til að vaxa og þroskast sem markvörður og svo ákváðum við að kæla hann núna," sagði Atli Sveinn við Fótbolta.net í kvöld.

„Aron kom inn í þetta í dag og spilaði mjög vel. Ég reikna með að Aron spili næsta leik ef það er í lagi með ökklann á honum. Aron var hrikalega flottur í þessum leik," sagði Atli Sveinn en ætlar hann þá að fara að veðja á Aron Snæ sem aðalmarkvörð?

„Ef menn spila vel þá halda þeir sæti sínu í liðinu, ekkert frekar Aron heldur en nokkur annar," sagði Atli Sveinn en er hann þá ekki sammála Óla Jó sem sagði í sjónvarpinu að það ætti að veðja á einn aðalmarkvörð?

„Nei, ég er er það ekki. Á endanum velur maður alltaf einn en Óli er eflaust að meina að maður eigi að velja einn fyrir allt tímabilið. Við veðjuðum á Óla þessa fyrstu tvo leiki og hann fékk helling út úr því sem markvörður. Við veðjum á Aron núna og í næsta leik og vonandi gengur það upp," sagði Atli en er Aron tæpur í ökkla?

„Ég held að þetta hafi bara verið högg og reikna með að það sé kælt og teipað og hann hrissti það af sér."

Viðtalið er í spilaranum að neðan.
Atli Sveinn: Missti ekki alla trú á lífinu
Athugasemdir
banner
banner
banner