Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 13. maí 2021 20:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Crotone með óvæntan sigur - Íslendingalið úr leik
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Crotone 2 - 1 Verona
1-0 Adam Ounas ('2 )
2-0 Junior Messias ('75 )
2-1 Salvatore Molina ('87 , sjálfsmark)

Crotone vann óvæntan sigur á Hellas Verona í eina leik kvöldsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Alsíringurinn Adam Ounas kom kom Crotone yfir eftir aðeins tveggja mínútna leik og var staðan 1-0 í hálfleik.

Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum komst Crotone í 2-0 þegar Junior Messias skoraði. Verona minnkaði muninn undir lokin en þeir komust ekki lengra og lokatölur 2-1.

Crotone kom sér upp af botni deildarinnar með þessum sigri en samt sem áður er félagið fallið úr deildinni. Verona er um miðja deild.

Birkir spilaði allan leikinn í tapi
Í ítölsku B-deildinni spilaði landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason allan leikinn þegar Brescia tapaði 1-0 fyrir Cittadella á útivelli. Birkir hefur verið frábær að undanförnu fyrir Brescia sem mun ekki fara upp um deild. Þessi leikur var í átta-liða úrslitum umspilsins en Brescia er úr leik. Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í hóp hjá Brescia í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner