Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   fim 13. maí 2021 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pep: Klopp hefur gert mig að betri stjóra
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Englandsmeistara Man City, segir að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi gert sig að betri stjóra.

Klopp sagði Pep vera besta stjóra í heimi á blaðamannafundi í gær. City varð í vikunni Englandsmeistari í þriðja sinn á fjórum árum. City náði titlinum aftur eftir að Liverpool vann hann örugglega í fyrra. Sigur Leicester City á Manchester United tryggði Man City titilinn.

„Ég kann mjög vel að meta orð Klopp, hann og Ancelotti hafa sagt þetta og ég kann vel að meta það - frá þeim báðum. Ég hef ekki haft tíma í svara skilaboðum en ég mun gera það í dag. Ég virði þá mikið sem stjóra," sagði Guardiola.

„Jurgen hefur auðvitað veitt mér ákveðinn innblástur. Á tíma sínum með Borussia Dortmund og Liverpool, hann hefur gert mig að betri stjóra."

„Hann lét mig hugsa mikið um leikina og allt svo ég kann mjög vel að meta þau áhrif sem hann hefur haft á mig,"
sagði Pep.

City mætir Newcastle í úrvalsdeildinni á morgun. Kevin De Bruyne verður ekki með City í leiknum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner