Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. maí 2021 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Flóðgáttirnar opnuðust í Kaplakrika
FH er á toppnum.
FH er á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Viðarsson skoraði.
Pétur Viðarsson skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 5 - 1 ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson ('6 )
1-1 Óttar Bjarni Guðmundsson ('30 , sjálfsmark)
2-1 Matthías Vilhjálmsson ('82 )
3-1 Ágúst Eðvald Hlynsson ('88 )
4-1 Steven Lennon ('102 )
5-1 Vuk Oskar Dimitrijevic ('104 )
Rautt spjald: Hákon Ingi Jónsson, ÍA ('28)
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit í kvöld:
Pepsi Max-deildin: Blikar glaðir, Almarr hetjan og Stjarnan strögglar

FH lagði ÍA að velli í leik sem var að klárast í Kaplakrika. Þetta var síðasti leikurinn til að klárast í þriðju umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Það voru Skagamenn sem tóku forystuna í leiknum. Gísli Laxdal Unnarsson kom Skagamönnum yfir og þetta leit nokkuð vel út fyrir gestina; í 20 mínútur.

Á 28. mínútu rautt spjald á loft. Hákon Ingi Jónsson, sóknarmaður ÍA, fékk að líta rauða spjaldið á 28. mínútu.

„Eins heimskulegt og það gerist!!!!"

„Á gulu spjaldi ákveður hann að keyra á Gunnar Nielsen sem er mættur út úr markinu að hreina. Gunnar vel á undan í boltann og Hákon í hann. Ekkert hægt að kvarta yfir seinna gula fyrir þetta. Fyrra gula var þó mögulega soft," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í beinni textalýsingu.

Hákon hafði fengið fyrra gula spjald sitt fyrir svipað brot fjórum mínútum áður. Þetta er virkilega dýrkeypt fyrir ÍA sem var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft. Pétur Viðarsson jafnaði metin fyrir FH stuttu eftir að rauða spjaldið fór á loft.

Staðan var 1-1 í hálfleik. Sindri Snær Magnússon kom inn á hjá ÍA í hálfleik en hann þurfti að fara af velli í byrjun seinni hálfleiks. Hann lenti illa og var fluttur af velli í sjúkrabíl. Það var löng pása á leiknum, alls um 15 mínútna töf.

ÍA varðist nokkuð vel en á 82. mínútu kom markið. Það gerði Matthías Vilhjálmsson. Við það opnuðust flóðgáttir.

Ágúst Hlynsson kom FH í 3-1, Steven Lennon gerði fjórða markið og Vuk Oskar Dimitrijevic opnaði markareikning sinn fyrir FH í efstu deild áður en flautað var til leiksloka.

Lokatölur 5-1 og er FH komið á toppinn á markatölu. KA, Valur og Víkingur eru einnig með sjö stig, eins og FH. ÍA er á botni deildarinnar ásamt Stjörnunni með eitt stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner