Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 13. júní 2019 12:53
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo var ekki boðið í brúðkaupið hjá Ramos
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki eina fótboltastjarnan sem giftir sig um komandi helgi en Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, gengur einnig upp að altarinu.

Ramos og spænska sjónvarpskonan Pilar Rubio halda brúðkaup sitt á laugardaginn.

Ramos á fjölda titla að baki með Madrídarliðinu og má búast við mörgum stórstjörnum í veisluna en giftingin fer fram í dómkirkjunni í Sevilla.

David Beckham, Zinedine Zidane og Gerard Pique eru meðal þeirra sem mæta en samkvæmt spænska blaðinu Marca fékk Cristiano Ronaldo ekki boðskort.

Talið er að slest hafi upp á vinskap Ramos og Ronaldo þegar sá síðarnefndi ákvað að yfirgefa Real Madrid fyrir ári síðan og ganga í raðir Juventus.

Búist er við um 500 gestum í fögnuðinn en ástralska rokkbandið AC/DC mun spila í eftirpartíinu.
Athugasemdir