Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 18:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Hollands og Úkraínu: 3-5-2 kerfið veldur óánægju
Memphis byrjar í fremstu víglínu hjá Hollandi.
Memphis byrjar í fremstu víglínu hjá Hollandi.
Mynd: Getty Images
Það er áhugaverður leikur að hefjast núna klukkan 19:00 á Evrópumótinu í fótbolta.

Holland er að fara sinn fyrsta leik á stórmóti síðan á HM 2014. Það er hins vegar ekki mikil jákvæðni í kringum liðið, það virðist ekki vera alla vega.

Ronald Koeman kom Hollandi á EM en hann hætti með landsliðið til að taka við Barcelona. Frank de Boer tók við liðinu en hann virðist ekki vita sitt besta lið eða sitt besta leikkerfi. Besti leikmaður liðsins, Virgil van Dijk, er meiddur og það setur auðvitað strik í reikninginn. Holland er með fínt lið en þeir eru ekki líklegir til afreka.

Holland stillir upp í 3-5-2 í dag, en það eru sögur um að leikmenn séu ekki ánægðir með það kerfi. Stuðningsmenn eru alla vega ekki sáttir.

Hér að neðan má sjá hvernig byrjunarliðum De Boer og Andriy Shevchenko, þjálfari Úkraínu, stilla upp.

Byrjunarlið Hollands: Stekelenburg, Timber, De Vrij, Blind, Dumfries, De Roon, Wijnaldum, De Jong, Van Aanholt, Weghorst, Depay.

Byrjunarlið Úkraínu: Bushchan, Karavaev, Matvienko, Mykolenko, Zabarnyi, Sydorchuk, Malinovskyi, Zinchenko, Zubkov, Yarmolenko, Yaremchuk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner