West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   fim 13. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingalandsleikir: Rodrygo og Pulisic skoruðu í jafntefli
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Bandaríkin og Brasilía áttust við í hörkuspennandi æfingaleik seint í gærkvöldi þar sem Rodrygo Goes, kantmaður Real Madrid, skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu eftir stoðsendingu frá Raphinha, kantmanni Barcelona.

Christian Pulisic, kantmaður AC Milan, jafnaði leikinn skömmu síðar og var staðan 1-1 í leikhlé.

Báðar þjóðir tefldu fram sterkum byrjunarliðum og var jafnt með liðum í fyrri hálfleik en Brassar tóku öll völd á vellinum eftir leikhléð.

Stjörnum prýddum Brössum tókst þó ekki að gera sigurmark í seinni hálfleik og urðu lokatölur 1-1. Liðin eru að hita upp fyrir Copa América sem hefst í lok næstu viku.

Síle og Paragvæ eru einnig að hita upp fyrir Copa América og vann Síle þægilegan 3-0 sigur þegar liðin mættust í gær.

Gabriel Suazo, leikmaður Toulouse í Frakklandi, lagði upp tvö mörk fyrir Victor Davila, leikmann CSKA Moskvu í Rússlandi, til að taka tveggja marka forystu í fyrri hálfleik.

Eduardo Vargas skoraði þriðja og síðasta mark leiksins snemma í síðari hálfleik og var sigurinn aldrei í hættu þrátt fyrir mikinn sóknarþunga Paragvæ í síðari hálfleik.

Ekvador og Bólivía mættust að lokum í nótt og hafði Ekvador betur, þar sem Enner Valencia, John Yeboah og Jordy Caicedo skoruðu mörkin í 3-1 sigri.

Bandaríkin 1 - 1 Brasilía
0-1 Rodrygo ('17)
1-1 Christian Pulisic ('26)

Síle 3 - 0 Paragvæ
1-0 Victor Davila ('17)
2-0 Victor Davila ('37)
3-0 Eduardo Vargas ('53)

Ekvador 3 - 1 Bólivía
1-0 Enner Valencia ('18)
2-0 John Yeboah ('25)
3-0 Jordy Caicedo (70, víti)
3-1 Miguelito ('88)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner