Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   lau 13. júlí 2024 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mosfellsbæ
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Lengjudeildin
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er líklega einn erfiðasti völlurinn að koma á. Afturelding er með frábært lið og það er erfitt að koma hingað," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir 0-3 sigur gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni.

„Þeir eru góðir og vel þjálfaðir. Að koma hingað og halda hreinu, og skora þrjú, er frábært dagsverk."

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 Þór

„Við vorum ákveðnir í að gera eitthvað hérna í dag og við gerðum það bara."

Leikurinn var opinn til að byrja með og bæði lið fengu færi, en Þórsararar nýttu sín mun betur.

„Við nýttum færin sem við fengum og gerðum það vel. Við keyrðum hratt og þá og fórum aftur fyrir þá. Við fengum opnari færi. Þeir héldu boltanum vel og sköpuðu sér tækifæri til að byrja með, en við náðum að laga það."

„Við breyttum um taktík í hálfleik og það svínvirkaði. Þeir voru mikið minna að opna okkur. Varnarleikurinn, vinnslan og hugarfarið í seinni hálfleik var til fyrirmyndar. Ég held að við höfum náð að koma þeim á óvart í hálfleik með því að breyta í fjögurra manna línu og fjölga inn á miðsvæðinu. Þeir náðu ekki taktinum. Mér fannst við gera það ofboðslega vel. Það sýnir hvað strákarnir eru góðir að taka við skilaboðum í hálfleik."

Það var mikill andi í Þórsliðinu. „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að biðja um frá hópnum, að menn stígi upp og fari í leiðtogahlutverk. Okkur hefur fundist það aðeins vanta, að það verði fleiri leiðtogar inn á vellinum og meiri talandi. Mér fannst það skína í gegn í dag. Þetta er í fyrsta sinn í nokkurn tíma sem við náum að halda hreinu og það er mjög kærkomið."

Þórsarar fara upp í fimmta sæti eftir þennan leik en þeir eru taplausir í síðustu fimm leikjum. „Núna er vika á milli leikja og maður fær aðeins meiri tíma á æfingasvæðinu og til að skoða leikina betur. Við eigum núna tvo heimaleiki sem við ætlum okkur að vinna. Við höfum aldrei unnið tvo leiki í röð en erum taplausir í fimm. Það gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir