Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 13. júlí 2024 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mosfellsbæ
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Lengjudeildin
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er líklega einn erfiðasti völlurinn að koma á. Afturelding er með frábært lið og það er erfitt að koma hingað," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir 0-3 sigur gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni.

„Þeir eru góðir og vel þjálfaðir. Að koma hingað og halda hreinu, og skora þrjú, er frábært dagsverk."

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 Þór

„Við vorum ákveðnir í að gera eitthvað hérna í dag og við gerðum það bara."

Leikurinn var opinn til að byrja með og bæði lið fengu færi, en Þórsararar nýttu sín mun betur.

„Við nýttum færin sem við fengum og gerðum það vel. Við keyrðum hratt og þá og fórum aftur fyrir þá. Við fengum opnari færi. Þeir héldu boltanum vel og sköpuðu sér tækifæri til að byrja með, en við náðum að laga það."

„Við breyttum um taktík í hálfleik og það svínvirkaði. Þeir voru mikið minna að opna okkur. Varnarleikurinn, vinnslan og hugarfarið í seinni hálfleik var til fyrirmyndar. Ég held að við höfum náð að koma þeim á óvart í hálfleik með því að breyta í fjögurra manna línu og fjölga inn á miðsvæðinu. Þeir náðu ekki taktinum. Mér fannst við gera það ofboðslega vel. Það sýnir hvað strákarnir eru góðir að taka við skilaboðum í hálfleik."

Það var mikill andi í Þórsliðinu. „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að biðja um frá hópnum, að menn stígi upp og fari í leiðtogahlutverk. Okkur hefur fundist það aðeins vanta, að það verði fleiri leiðtogar inn á vellinum og meiri talandi. Mér fannst það skína í gegn í dag. Þetta er í fyrsta sinn í nokkurn tíma sem við náum að halda hreinu og það er mjög kærkomið."

Þórsarar fara upp í fimmta sæti eftir þennan leik en þeir eru taplausir í síðustu fimm leikjum. „Núna er vika á milli leikja og maður fær aðeins meiri tíma á æfingasvæðinu og til að skoða leikina betur. Við eigum núna tvo heimaleiki sem við ætlum okkur að vinna. Við höfum aldrei unnið tvo leiki í röð en erum taplausir í fimm. Það gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner