Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 13. júlí 2024 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mosfellsbæ
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Lengjudeildin
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er líklega einn erfiðasti völlurinn að koma á. Afturelding er með frábært lið og það er erfitt að koma hingað," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir 0-3 sigur gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni.

„Þeir eru góðir og vel þjálfaðir. Að koma hingað og halda hreinu, og skora þrjú, er frábært dagsverk."

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 Þór

„Við vorum ákveðnir í að gera eitthvað hérna í dag og við gerðum það bara."

Leikurinn var opinn til að byrja með og bæði lið fengu færi, en Þórsararar nýttu sín mun betur.

„Við nýttum færin sem við fengum og gerðum það vel. Við keyrðum hratt og þá og fórum aftur fyrir þá. Við fengum opnari færi. Þeir héldu boltanum vel og sköpuðu sér tækifæri til að byrja með, en við náðum að laga það."

„Við breyttum um taktík í hálfleik og það svínvirkaði. Þeir voru mikið minna að opna okkur. Varnarleikurinn, vinnslan og hugarfarið í seinni hálfleik var til fyrirmyndar. Ég held að við höfum náð að koma þeim á óvart í hálfleik með því að breyta í fjögurra manna línu og fjölga inn á miðsvæðinu. Þeir náðu ekki taktinum. Mér fannst við gera það ofboðslega vel. Það sýnir hvað strákarnir eru góðir að taka við skilaboðum í hálfleik."

Það var mikill andi í Þórsliðinu. „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að biðja um frá hópnum, að menn stígi upp og fari í leiðtogahlutverk. Okkur hefur fundist það aðeins vanta, að það verði fleiri leiðtogar inn á vellinum og meiri talandi. Mér fannst það skína í gegn í dag. Þetta er í fyrsta sinn í nokkurn tíma sem við náum að halda hreinu og það er mjög kærkomið."

Þórsarar fara upp í fimmta sæti eftir þennan leik en þeir eru taplausir í síðustu fimm leikjum. „Núna er vika á milli leikja og maður fær aðeins meiri tíma á æfingasvæðinu og til að skoða leikina betur. Við eigum núna tvo heimaleiki sem við ætlum okkur að vinna. Við höfum aldrei unnið tvo leiki í röð en erum taplausir í fimm. Það gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner