Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   lau 13. júlí 2024 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mosfellsbæ
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Lengjudeildin
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er líklega einn erfiðasti völlurinn að koma á. Afturelding er með frábært lið og það er erfitt að koma hingað," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir 0-3 sigur gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni.

„Þeir eru góðir og vel þjálfaðir. Að koma hingað og halda hreinu, og skora þrjú, er frábært dagsverk."

Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 Þór

„Við vorum ákveðnir í að gera eitthvað hérna í dag og við gerðum það bara."

Leikurinn var opinn til að byrja með og bæði lið fengu færi, en Þórsararar nýttu sín mun betur.

„Við nýttum færin sem við fengum og gerðum það vel. Við keyrðum hratt og þá og fórum aftur fyrir þá. Við fengum opnari færi. Þeir héldu boltanum vel og sköpuðu sér tækifæri til að byrja með, en við náðum að laga það."

„Við breyttum um taktík í hálfleik og það svínvirkaði. Þeir voru mikið minna að opna okkur. Varnarleikurinn, vinnslan og hugarfarið í seinni hálfleik var til fyrirmyndar. Ég held að við höfum náð að koma þeim á óvart í hálfleik með því að breyta í fjögurra manna línu og fjölga inn á miðsvæðinu. Þeir náðu ekki taktinum. Mér fannst við gera það ofboðslega vel. Það sýnir hvað strákarnir eru góðir að taka við skilaboðum í hálfleik."

Það var mikill andi í Þórsliðinu. „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að biðja um frá hópnum, að menn stígi upp og fari í leiðtogahlutverk. Okkur hefur fundist það aðeins vanta, að það verði fleiri leiðtogar inn á vellinum og meiri talandi. Mér fannst það skína í gegn í dag. Þetta er í fyrsta sinn í nokkurn tíma sem við náum að halda hreinu og það er mjög kærkomið."

Þórsarar fara upp í fimmta sæti eftir þennan leik en þeir eru taplausir í síðustu fimm leikjum. „Núna er vika á milli leikja og maður fær aðeins meiri tíma á æfingasvæðinu og til að skoða leikina betur. Við eigum núna tvo heimaleiki sem við ætlum okkur að vinna. Við höfum aldrei unnið tvo leiki í röð en erum taplausir í fimm. Það gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner