Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 13. ágúst 2018 20:55
Sverrir Örn Einarsson
Gústi: Geggjuð tilfinning
Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik skellti sér á topp Pepsideildarinnar í kvöld með góðum sigri á lánlausu liði Víkinga. Breiðablik lenti undir í fyrri hálfleik en áður en að honum lauk hafði liðið komið boltanum tvisvar í net Víkinga. Svo fór að leiknum lyktaði með 2-3 sigri Blika sem eins og áður sagði skella sér á toppinn í það minnsta um tíma.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Breiðablik

„Fyrstu 30 mínúturnar voru mjög erfiðar fyrir okkur, við náðum ekki að halda bolta nógu vel og Víkingar gengu á lagið. Skoruðu þarna flott mark sem að við svöruðum svo mjög fljótlega næstu mínúturnar á eftir settum tvö með mjög stuttu millibili reyndar ein gjöf þarna frá Víkingum .“

Sagði Ágúst Gylfason um leik sinna manna í dag.


Blikar skelltu sér eins og áður sagði í toppsæti deildarinnar með sigrinum í kvöld. Það hlýtur að vera gleðiefni fyrir Ágúst?

„Það er frábært, við viljum vera þarna þetta er geggjað, geggjuð tilfinning en við ætlum að ýta þessu frá okkur það er Mjólkurbikar á fimmtudaginn, undanúrslit á móti Víking Ó og það verður erfiður leikur.“

Alexander Helgi Gylfason hetja Blika gegn KR í síðustu umferð var ekki í leikmannahópi Breiðabliks í dag og lék fréttaritara forvitni á að vita hverju það sætti.

„Hann fékk höfuðhögg á æfingu um daginn og því miður þá gat hann ekki verið með en svona er þetta, svona er fótboltinn. “

Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner