Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
Heimir: Vonbrigði að fá ekki meira út úr leiknum
Addi Grétars: Með ólíkindum að Gylfi hafi ekki séð það
Sindri: Viðurkenni að ég beið smá eftir flautinu og ánægjulegt að það kom ekki
Birkir Már: Óþolandi að línuvörðurinn sjái ekki að markvörðurinn ver fyrir utan teig
Helgi Guðjóns: Ég sá þetta sem klárt víti
Arnar Gunnlaugs: Þú getur alveg eins flippað coin til að ákveða hverjir myndu vinna
Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Kristrún Ýr: þetta er bara klassískt Keflvískt veður
Gregg Ryder: Við gáfum þeim tvö mörk
Ólafur Kristjáns: Annaðhvort skríður þú undir stein og felur þig eða ferð upp á steininn
Davíð Smári: Heilt yfir pínu svekktur að hafa ekki náð að klára þetta
Árni Guðna: Þetta var bara hræðilegt
Arnar Daníel: Það toppar þetta ekkert
Dragan svekktur að vinna ekki einum færri - „Hafi 120% verið mark"
Chris Brazell: Ég held ég þurfi að leggjast niður
Fúsi: Við búum á Íslandi og stundum er rok
Brynjar Björn: Getum viðurkennt að við vorum örlítið heppnir
Haraldur Freyr: Þetta var bardagaleikur
Maggi Már svekktur með spilamennskuna: Strákarnir vita það, við vitum það
Fyrri hálfleikurinn ævintýralega slakur - „Til skammar"
   mán 13. ágúst 2018 20:55
Sverrir Örn Einarsson
Gústi: Geggjuð tilfinning
Ágúst Gylfason
Ágúst Gylfason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik skellti sér á topp Pepsideildarinnar í kvöld með góðum sigri á lánlausu liði Víkinga. Breiðablik lenti undir í fyrri hálfleik en áður en að honum lauk hafði liðið komið boltanum tvisvar í net Víkinga. Svo fór að leiknum lyktaði með 2-3 sigri Blika sem eins og áður sagði skella sér á toppinn í það minnsta um tíma.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  3 Breiðablik

„Fyrstu 30 mínúturnar voru mjög erfiðar fyrir okkur, við náðum ekki að halda bolta nógu vel og Víkingar gengu á lagið. Skoruðu þarna flott mark sem að við svöruðum svo mjög fljótlega næstu mínúturnar á eftir settum tvö með mjög stuttu millibili reyndar ein gjöf þarna frá Víkingum .“

Sagði Ágúst Gylfason um leik sinna manna í dag.


Blikar skelltu sér eins og áður sagði í toppsæti deildarinnar með sigrinum í kvöld. Það hlýtur að vera gleðiefni fyrir Ágúst?

„Það er frábært, við viljum vera þarna þetta er geggjað, geggjuð tilfinning en við ætlum að ýta þessu frá okkur það er Mjólkurbikar á fimmtudaginn, undanúrslit á móti Víking Ó og það verður erfiður leikur.“

Alexander Helgi Gylfason hetja Blika gegn KR í síðustu umferð var ekki í leikmannahópi Breiðabliks í dag og lék fréttaritara forvitni á að vita hverju það sætti.

„Hann fékk höfuðhögg á æfingu um daginn og því miður þá gat hann ekki verið með en svona er þetta, svona er fótboltinn. “

Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks en nánar er rætt við hann í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner