Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 13. ágúst 2020 12:54
Magnús Már Einarsson
Áhorfendur líklega ekki leyfðir á leikjum á Íslandi
Áhorfendur á leik á Íslandi.
Áhorfendur á leik á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er ólíklegt að áhorfendur verði leyfðir á fótboltaleikjum á Íslandi á næstunni en boltinn byrjar að rúlla aftur eftir hlé á morgun.

Staðfesting á þessum fréttum gætu borist á upplýsingafundi vegna kórónaveirunnar klukkan 14:00 í dag.

100 manna samkomubann er í gangi á Íslandi og tveggja metra regla. Í nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um sóttvarnarlög er ekkert kveðið á um að áhorfendur séu ekki leyfilegir.

Þar segir að ÍSÍ skal setja sérsamböndum sínum nánari reglur varðandi framkvæmd æfinga og keppni og þar að meðal áhorfendur.

Eftir því sem Fótbolti.net kemst næst er ólíklegt að áhorfendur verði leyfðir fyrst um sinn en nánari staðfesting ætti að berast í dag.

Ísland um helgina - Sjáðu leikjadagskrána í endurkomu fótboltans
Athugasemdir
banner
banner
banner