Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. ágúst 2020 15:05
Magnús Már Einarsson
Aron spilaði í tapi Al Arabi - Enda um miðja deild
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í Al Arabi töpuðu 1-0 gegn Al Sailiya í úrvalsdeildinni í Katar í dag.

Mohammed Abu Zrayq skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, spilaði allan leikinn með Al Arabi en hann verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni í byrjun næsta mánaðar.

Al Arabi er í 6. sæti í úrvalsdeildinni í Katar af tólf liðum með 25 stig en Al Sailiya fór upp fyrir liðið með sigrinum í dag. Ein umferð er eftir í Katar og ljóst er að Al Arabi endar um miðja deild.

Úrvalsdeildin í Katar hófst aftur eftir hlé í júlí en síðan þá hefur Al Arabi einungis náð í eitt stig í fjórum leikjum.

Luis Suarez, framherji Barcelona, hefur verið orðaður við Al Arabi að undanförnu en hann gæti komið til félagsins fyrir næsta tímabil sem hefst á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner