fim 13. ágúst 2020 10:43
Elvar Geir Magnússon
Óli Kalli: Ég skulda stuðningsmönnum FH
Ólafur Karl Finsen fagnar í Krikanum 2014.
Ólafur Karl Finsen fagnar í Krikanum 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er risaklúbbur," segir sóknarleikmaðurinn Ólafur Karl Finsen sem gekk í raðir FH í gær, á lánssamningi frá Val.

Ólafur ræddi við Guðmund Hilmarsson íþróttafréttamann og segist spenntur fyrir nýrri áskorun.

Hvernig er standið?

„Ég held að það sé mjög fínt, ég er búinn að hlaupa eins og 'tittlingur' og hef verið heill í sumar. Ég veit ekki alveg hvar ég stend í leikforminu," segir Ólafur.

Frægt er þegar Ólafur skoraði sigurmark Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik gegn FH um Íslandsmeistaratitilinn 2014. Ólafur segir að það tilheyri fortíðinni.

„Ég skulda klárlega stuðningsmönnum FH," segir Ólafur en viðtalið má sjá hér að neðan, ásamt sigurmarkinu fræga frá 2014. Það gerði hann í blálokin úr vítaspyrnu sem hann krækti í sjálfur.

FH heimsækir KR klukkan 18:00 annað kvöld en þá fer Íslandsmótið aftur af stað.





NÆSTU LEIKIR Í PEPSI MAX-DEILD KARLA:

föstudagur 14. ágúst
18:00 KR-FH (Meistaravellir)
19:15 Stjarnan-Grótta (Samsungvöllurinn)

laugardagur 15. ágúst
16:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

sunnudagur 16. ágúst
17:00 HK-Fjölnir (Kórinn)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)

mánudagur 17. ágúst
18:00 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner