Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 13. ágúst 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Portland Timbers vann búbblumótið í Bandaríkjunum
Undanfarin mánuð og rúmlega það hefur farið fram mót í Bandaríkjunum á milli félaga í MLS-deildinni. Portland Timbers stóð uppi sem sigurvegari í mótinu eftir sigur á Nani og félögum í Orlando City í úrslitaleiknum.

Eins og í NBA-deildinni í körfubolta þá hafa leikmenn félaga MLS-deildarinnar verið í búbblu í Orlando.

Mótinu lauk í gær með sigri Portland Timbers. Portland fær 328 þúsund dollara í verðlaunafé, auk þess sem félagið vann sér inn Meistaradeildarsæti.

MLS-deildin byrjaði febrúar og er núna byrjuð á nýjan leik eftir að mótinu lauk. Einn Íslendingur leikur í MLS-deildinni. Það er Guðmundur Þórarinsson, en hann er á mála hjá New York City FC.

Svipað mót fór fram fyrir kvennadeildina í Bandaríkjunum og þar bar Houston Dash sigur úr býtum.


Athugasemdir
banner