Magnús Þór Jónsson, stuðningsmaður Liverpool, og Þorsteinn Hjálmsson, stuðningsmaður Manchester United, mættu í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í morgunsárið.
Úr mynduðust skemmtilegar umræður um tvö vinsælustu félög landsins.
Um er að ræða síðasta upphitunarþáttinn, af þremur, áður en enska úrvalsdeildin hefst. Hún byrjar að rúlla í kvöld með leik Arsenal og Brentford.
Meðal efnis: Spáin, tímabilið í fyrra, baráttan um titilinn, vanmat á Liverpool, félagaskiptaglugginn, Varane, Sancho, Konate, Maguire verið flottur, hefur trú á Thiago, hinsti dans Pogba, markvarðarstaða Man Utd, sameiginlegt byrjunarlið, leiðtoginn Henderson, McTominay í Liverpool, Fabinho í Man Utd og draumatímabilið.
Hlustaðu í spilaranum hér að ofan eða í gegnum Podcast forrit. Það er óhætt að mæla með þessum þætti!
Athugasemdir