Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 13. ágúst 2022 10:37
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Aston Villa og Everton: Mings mættur - Coady spilar sinn fyrsta leik
Tyrone Mings.
Tyrone Mings.
Mynd: EPA
Coady.
Coady.
Mynd: Heimasíða Everton

Fyrsti leikur dagsins í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á Villa Park í Birmingham en þar mætast Aston Villa og Everton klukkan 11:30.


Bæði lið töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni. Aston Villa tapaði 2-0 á útivelli gegn nýliðunum í Bournemouth á meðan Chelsea mætti á Goodison Park og tók þrjú stig gegn Everton.

Everton varð fyrir skakkaföllum í þeim leik en Ben Godfrey fótbrotnaði og verður hann frá í um þrjá mánuði vegna þess. Þá fór miðvörðurinn Yerry Mina einnig meiddur af velli í leiknum en hann er að glíma við meiðsli í ökkla.

Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, gerir eina breytingu frá tapleiknum gegn Bournemouth.

Tyrone Mings kemur inn í liðið en Gerrard tók fyrirliðabandið af honum á dögunum og bekkjaði hann gegn Bournemouth. Ezri Konsa sest á bekkinn.

Frank Lampard, stjóri Everton, gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínum frá tapinu gegn Chelsea.

Conor Coady spilar sinn fyrsta leik fyrir Everton en hann kemur beint inn í vörnina og þá kemur Mason Holgate í liðið.

Aston Villa: Martinez, Cash, Carlos, Mings, Digne, Kamara, McGinn, Ramsey, Coutinho, Watkins, Ings.
(Varamenn: Olsen, Konsa, Luiz, Buendia, Chambers, Augustinsson, Young, Bailey, Archer.)

Everton: Pickford, Patterson, Holgate, Coady, Tarkowski, Mykolenko, Doucoure, Gordon, Gray, McNeil, Iwobi.
(Varamenn: Begovic, Keane, Onana, Alli, Coleman, Davies, Vinagre, Rondon, Mills.)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner