lau 13. ágúst 2022 14:14
Aksentije Milisic
Orðrómurinn að Morata fari til Man Utd að verða háværari
Mynd: EPA

Alvaro Morata, framherji Atletico Madrid, er raunhæfur möguleiki fyrir Manchester United en enska félagið er að leita sér að sóknarmanni fyrir gluggalok.


Edinson Cavani og Jesse Lingard hafa yfirgefið félagið og þá er mikið rætt og ritað um framtíð Cristiano Ronaldo.

Sagt er að hann vilji yfirgefa félagið en Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að svo sé ekki.

Anthony Martial, sem var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð, er meiddur en hann stóð sig vel á undirbúningstímabilinu. Þá hefur Marcus Rashford verið orðaður burt frá félaginu.

Manchester United hafði áhuga á Marko Arnautovic, leikmanni Bologna, en sú skipti runnu síðan út í sandinn.

Samkvæmt The Athletic þá hefur Manchester United rætt við Atletico Madrid varðandi Morata en hann gæti kostað um 30 milljónir punda.

Þessi 29 ára gamli framherji hefur spilað áður í ensku úrvalsdeildinni en hann á að baki 47 leiki í deildinni fyrir Chelsea. Þar skoraði hann sextán mörk og lagði upp sex.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner