Fulham hefur lagt fram endurbætt tilboð í danska varnarmanninn Joachim Andersen, sem er á mála hjá Crystal Palace, en þetta kemur fram á Sky.
Þetta er annað tilboð Fulham í miðvörðinn en það nemur um 30 milljónum punda og gæti sú upphæð hækkað ef hann nær ákveðnum áföngum.
Palace hefur þó ekki áhuga á að láta Andersen frá sér og er líklegt að boðinu verði hafnað.
Félög á Englandi eru einnig að reyna við Marc Guehi, liðsfélaga Andersen, en hann hefur verið sterklega orðaður við Newcastle United síðustu vikur.
Ef tilboði Fulham í Andersen verður hafnað er talið líklegt að það leggi fram annað tilboð í brasilíska varnarmanninn Diego Carlos, sem er á mála hjá Aston Villa.
Fulham vill fá einn miðvörð í viðbót inn í hópinn fyrir gluggalok en það hefur þegar fengið Jorge Cuenca frá Villarreal á Spáni.
Athugasemdir