Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 13. ágúst 2024 14:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Njarðvík fær brasilískan varnarmann (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: ECSB
Marcelo Deverlan, 24 ára Brasilíumaður, er genginn í raðir Njarðvíkur og skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2025.

Hann er varnarmaður, hafsent, sem hefur spilað í Brasilíu nánast allan sinn feril. Hann var í Red Bull Bragantino en hefur einnig verið á mála hjá Corinthians og Livorno á Ítalíu. Hann lék í vetur með Trofense í portúgölsku C-deildinni.

Njarðvík er í harðri baráttu um umspilssæti í Lengjudeildinni. Sex umferðir eru eftir og Njarðvík er í 4. sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Fjölnis og fimm stigum fyrir ofan Aftureldingu sem er í 6. sætinu. Efsta liðið fer beint upp í Bestu deildina en næstu fjögur lið fara í umspil.

Marcelo er kominn með leikheimild fyrir heimaleikinn gegn Fjölni annað kvöld.

Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 21 11 5 5 49 - 26 +23 38
2.    Fjölnir 21 10 7 4 34 - 24 +10 37
3.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
4.    ÍR 21 9 8 4 30 - 25 +5 35
5.    Afturelding 21 10 3 8 36 - 36 0 33
6.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
7.    Þróttur R. 21 7 6 8 32 - 29 +3 27
8.    Leiknir R. 21 8 3 10 32 - 33 -1 27
9.    Grindavík 21 6 7 8 38 - 44 -6 25
10.    Þór 21 5 8 8 30 - 37 -7 23
11.    Grótta 21 4 4 13 30 - 48 -18 16
12.    Dalvík/Reynir 21 2 7 12 21 - 44 -23 13
Athugasemdir
banner
banner
banner