Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað en fyrsti leikur er næsta föstudag. Síðustu daga höfum við verið að hita upp með því að opinbera sérstaka spá Fótbolta.net fyrir deildina.
Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við spurningu númer níu sem er hver verður leikmaður ársins?
Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við spurningu númer níu sem er hver verður leikmaður ársins?
Adda Baldursdóttir, sérfræðingur
Florian Wirtz. Hann mun ekki eiga í neinum erfiðleikum með að aðlagast enska boltanum eins og margir sem hafa komið úr þýsku deildinni.
Andri Már Eggertsson, fjölmiðlamaður
Leikmaður ársins á alltaf að koma úr liðinu sem verður meistari og því verður Mohamed Salah leikmaður ársins.
Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH
Bukayo Saka.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks
Cole Palmer. Held bara að hans tími er kominn.
Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV
Aftur, einfalt, Martin Odegaard, svarar gagnrýnisröddum.
Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur
Phil Foden.
Kjartan Atli, sjónvarpsmaður og körfuboltaþjálfari
Lykilmenn meistaraliðsins eiga alltaf langmestan séns. Er ekki öruggast að segja að Salah taki þetta og verði fyrsti leikmaðurinn síðan Cristiano Ronaldo til að fá þessi verðlaun tvisvar í röð. Annar sem kemur sterklega til greina er skyttan Bukayo Saka, gott tímabil í kortunum þar.
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram
Salah verður leikmaður ársins.
Sóli Hólm, formaður Liverpool samfélagsins
Florian Wirtz.
Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður hjá SÝN
Erling Haaland. Verður ruglaður á tímabilinu. Ógnar eigin markameti.
11.08.2025 13:00
Tíu spurningar fyrir enska: Hver verða verstu kaup tímabilsins?
10.08.2025 15:00
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða leikmaður springur út?
10.08.2025 09:30
Tíu spurningar fyrir enska: Hver verður markakóngur?
08.08.2025 14:16
Tíu spurningar fyrir enska: Hver verða bestu kaup tímabilsins?
07.08.2025 17:30
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða stjóri verður fyrst rekinn?
07.08.2025 12:40
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða lið kemur mest á óvart?
06.08.2025 15:00
Tíu spurningar fyrir enska: Hvaða lið verður meistari?
Athugasemdir