Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fös 13. september 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Vilja auka hraða Wes Morgan í FIFA
Wes Morgan, 35 ára miðvörður Leicester City, er ekki með sérlega góðar hraðatölur í tölvuleiknum sívinsæla FIFA 20.

Hann er með 29 af 100 í hraða en er ekki sérlega sáttur með það, ekki frekar en vinnuveitendur hans í Leicester.

Félagið tók sig því til og mældi hraða Morgan á æfingasvæðinu. Hann var látinn hlaupa yfir æfingavöll hjá Leicester og fór alla leið á undir 10 sekúndum.

Æfingavöllurinn er líklega ekki í fullri stærð því þá hefði þetta verið um 100 metra hlaup. Usain Bolt á heimsmetið í 100 metra hlaupi, sem er 9.58 sekúndur.


Athugasemdir
banner
banner