Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 13. september 2021 14:34
Elvar Geir Magnússon
Andleg þreyta var að hrjá Chilwell
Ben Chilwell.
Ben Chilwell.
Mynd: EPA
Chelsea mætir Zenit frá Pétursborg í Meistaradeildinni á morgun og mætti Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, á fréttamannafund í dag í tilefni þess.

Blaðamaður Daily Telegraph spurði Tuchel hvað væri málið með Ben Chilwell sem hefur ekki spilað með Chelsea núna í upphafi tímabilsins.

„Þetta hefur verið erfitt fyrir hann. Hann átti erfitt Evrópumót því hann taldi sig geta lagt sitt af mörkum. Svo fór hann að æfa í nokkrar vikur en þurfti að taka hlé af persónulegum ástæðum," segir Tuchel.

Þessi 24 ára vinstri bakvörður var valinn í EM hóp Englands en spilaði ekkert á mótinu.

„Þegar ég kom þá fannst mér hann vera andlega þreyttur en Marcos Alonso átti heilt undirbúningstímabil. Við höfum rætt málin og það eru ekkert frekari áhyggjur. Hann er að æfa og þarf bara að sýna þolinmæði. Hann er núna á góðu skriði og hugarfarið er gott."

Chelsea hefur farið vel af stað á nýju tímabili og er með tíu stig í ensku úrvalsdeildinni. Alonso hefur spilað í vinstri bakverðinum hjá liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner