Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. september 2022 10:30
Elvar Geir Magnússon
Segir lið Liverpool hafa verið ofmetið
Van der Vaart í leik með Hollandi á Laugardalsvelli.
Van der Vaart í leik með Hollandi á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Rafael van der Vaart, fyrrum leikmaður Ajax og hollenska landsliðsins, segir að lið Liverpool sé í rauninni ekki eins gott og umtalið í kringum það hefur verið.

Van der Vaart segir að í liðinu sé fullt af miðlungs leikmönnum og nefnir þar sérstaklega Jordan Henderson, James Milner og Joe Gomez.

Liverpool tekur á móti Ajax í Meistaradeildinni í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19:00.

„Ég held að við fótboltaáhugafólk höfum verið blindað. Við héldum allt í einu að Jordan Henderson væri geggjað góður leikmaður. Í rauninni er hann ósköp venjulegur," segir Van der Vaart.

„Virgil van Dijk er toppleikmaður og bakverðirnir eru einnig góðir. En ef hlutirnir ganga ekki upp og sóknarleikmennirnir eru ekki á deginum sínum þá er þetta bara miðlungslið."

Van der Vaart nefnir þó að Liverpool sé með marga stórhættulega leikmenn í sóknarleiknum, þó Mo Salah hafi verið ansi misjafn á tímabilinu.

„Fyrir hönd Ajax er ég bara hræddur við að Luis Díaz og Mohamed Salah verði á deginum sínum. Þá er vesen og Ajax mun ekki eiga möguleika á sigri. Sérstaklega ekki á Anfield. Ég tel að Daley Blind og Devyne Rensch séu ekki nægilega góðir til að höndla það," segir Van der Vaart.
Athugasemdir
banner
banner