Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   fös 13. september 2024 20:19
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Þurfum að vera harðari og stoltir af því að vera KR-ingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við byrjum vel, en síðan klikkum við. Við erum maðir á mann í byrjun og við klikkum, Ari gleymist. Þá fer af stað keðjuverkun, þeir ná forystu og svo eftir það þá fannst mér við vera litlir í okkur í fyrri hálfleik. Við vorum ekki agaðir í færslunum sem skilaði sér síðan í öðru markinu. Við vissum það fyrir leikinn að ef þú ert óþolinmóður, ef þú stígur út á vitlausum tíma, þá refsa Víkingarnir þér og þeir gerðu það. En síðan fannst mér við halda vel aftur af þeim, það var aldrein neinn sérstakur möguleiki að stíga eitthvað mjög hátt á þá, því þá hefðu þeir sennilega farið í gegnum okkur eins og hnífur í gegnum bráðið smjör. Auðvitað er ég súr og svekktur yfir þessu tapi en ég er kannski svekktastur yfir því að við fáum fjölmarga möguleika sérstaklega í seinni hálfleik að refsa þeim. Við vinnum boltan og við tökum nánast undantekningalaust vondar ákvarðanir. Við vissum að þeir vilja skipta vellinum í tvennt. Þeir færa liðið hratt yfir þar sem boltinn er og við það myndast gagnstætt mjög stórt svæði. En líkamsstaðan var röng þegar við fengum boltan, við horfum ekki upp og við tökum bara mjög vondar ákvarðanir. Ég er svekktastur með það, auðvitað er leiðinlegt að tapa, leiðinlegt að tapa fyrir Víking og leiðinlegt að tapa fyrir öllum liðum og þú vilt ekki tapa hérna á heimavelli. En ég er svekktari með ákvarðanatökurnar okkar með bolta."


Lestu um leikinn: KR 0 -  3 Víkingur R.

Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR en liðið hans tapaði 3-0 fyrir Víking í dag. KR er þremur stigum frá fallsæti en Óskar hefur fulla trú á liðinu að það klári tímabilið vel.

„Við hugsum ekkert um það í hvaða stöðu við erum í dag, það eru 6 leikir eftir af mótinu, og ég held að það sé mjög hættulegt að fara á koddan á kvöldið og óttast eitthvað. Við höfum algjörlega örlögin í okkar höndum og ég hef fulla trú á þessu liðið, og fulla trú á félaginu að við náum í góð úrslit það sem eftir lifir. En auðvitað er það þannig að þau koma ekki að sjálfu sér, þú þarft að gera réttu hlutina þegar þú ert með boltan, þú þarft að vera duglegur, þú þarft að vera harður. Mér fannst við kannski vera aðeins mjúkir í þessum leik, það á ekki að vera þægilegt að koma hérna á heimavöllinn okkar og spila. Mér fannst Víkingarnir komast kannski heldur þægilega í gegnum það, ekki með neina marbletti eða spörk í lappirnar. Við þurfum að vera harðari og við þurfum að vera stoltir af því að vera KR-ingar. Það má ekki gleyma því, við erum að spila fyrir KR. En ég er maður sem er 'best case scenario' maður, ég hugsa bara um næsta leik, og vinna hann, reyna að sýna góða frammistöðu og halda svo áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þar talar Óskar meðal annars um Orra Stein son sinn og hvernig honum er að ganga hjá Real Sociedad.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner