Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. október 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hvaða leikmenn gætu misst af leikjum helgarinnar í enska?
Klopp er ekkert sérstaklega sáttur við þessa niðurröðun.
Klopp er ekkert sérstaklega sáttur við þessa niðurröðun.
Mynd: Getty Images
Martinez er landsliðsmarkvörður Argentínu og markvörður Aston Villa.
Martinez er landsliðsmarkvörður Argentínu og markvörður Aston Villa.
Mynd: EPA
Um helgina gætu allt að sextán leikmenn misst af leikjum sinna félagsliða vegna þátttöku í landsleikjum sinna landsliða.

Það eru leikir í undankeppni HM í Suður-Ameríku á fimmtudagskvöld og eftir leikina eiga leikmenn eftir að ferðast til Englands.

Brasilía mætir Úrúgvæ, Argentína mætir Perú, Kólumbía mætir Ekvador og Paragvæ mætir Bólivíu á fimmtudagskvöldið.

Fabinho, Alisson, Ederson, Gabriel Jesus, Fred, Douglas Luiz, Raphinha, Thiago Silva og Emerson Royal eru í brasilíska hópnum. Edinson Cavani er í hópnum hjá Úrúgvæ og Emi Martinez, Cristian Romero og Giovani Lo Celso eru í hópnum hjá Argentínu. Þeir Yerry Mina og Davinson Sanchez eru í hópnum hjá Kólumbíu og Miguel Almiron er í hópnum hjá Paragvæ.

Liverpool mætir Watford í hádeginu á laugardag, 35 klukkustundum eftir að leik Brasilíu og Úrúgvæ lýkur.

Liverpool gæti verið án tveggja leikmanna líkt og Manchester United, Manchester City og Aston Villa. Tottenham gæti verið án allt að fjögurra leikmanna og þá gæti Everton, Newcastle, Chelsea og Leeds verið án eins leikmanns.

„Auðvitað hugsaði enginn út í leikjaniðurröðunina og þetta er vandamál Liverpool, ekki vandamál annarra. Þetta er gott fyrir Watford. Ég skil hreinlega ekki hvernig það er hægt að gera þessa hluti og enginn bregst við," sagði ósáttur Jurgen Klopp á blaðamannafundi í síðasta mánuði.


Athugasemdir
banner
banner