mið 13. október 2021 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Leggja í púkk til að koma leikmönnum heim í tæka tíð
Fabinho og Alisson eiga leik með Brasilíu aðfaranótt föstudags og svo mætir Liverpool Watford á laugardag
Fabinho og Alisson eiga leik með Brasilíu aðfaranótt föstudags og svo mætir Liverpool Watford á laugardag
Mynd: EPA
Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa ákveðið að koma saman og leigja einkaflugvélar til að koma suður-amerísku leikmönnum heim úr landsleikjaverkefninu en það er Daily Mail sem greinir frá þessu nú seint í kvöld.

Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um helgina eftir landsleikjahlé en sextán leikmenn eru enn fjarverandi.

Þeir leikmenn eru að spila í Suður-Ameríku og klárast sú törn á í nótt og á morgun.

Samkvæmt Daily Mail þá ætla ensku félögin að leigja einkaflugvélar til að koma leikmönnunum heim og vonast til þess að þeir nái leikjunum um helgina.

Fjölmargir leikmenn spila aðfaranótt föstudags og myndu þá fljúga beint til Bretlandseyja eftir leikina.

Sjö leikir eru í ensku úrvalsdeildinni á laugardag en Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United spila öll þann daginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner