Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. október 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Markvörður Milan frá í að minnsta kosti tíu vikur
Mike Maignan.
Mike Maignan.
Mynd: EPA
Mike Maignan, markvörður AC Milan, verður frá í tíu vikur að minnsta kosti en hann gekkst undir aðgerð á úlnlið.

Maignan hefur spilað þjáður og eftir ráðleggingar sérfræðings var ákveðið að senda hann í aðgerð.

Talað er um að hann verði frá í tæplega þrjá mánuði.

Hinn 38 ára markvörður Antonio Mirante hefur skrifað undir samning við AC Milan út tímabilið og þar sem Maignan er frá í yfir 30 daga þá má bæta Mirante við Meistaradeildarhópinn.

Fyrir utan hann er Rúmeninn Ciprian Tatarusanu eini markvörður Milan sem er leikfær þar sem Alessando Plizzari verður frá þar til í janúar eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné.

Þá er það að frétta úr herbúðum Milan að franski bakvörðurinn Theo Hernandez hefur greinst með Covid-19. Hann er nýkominn úr landsliðsverkefni og einkennalaus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner