Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   fös 13. október 2023 21:54
Sverrir Örn Einarsson
Kolbeinn Finns: Sýndum í fyrri hálfleik hvernig leik við getum spilað
Kolbeinn í leiknum í kvöld
Kolbeinn í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ég er bara ótrúlega svekktur og eiginlega bara trúi þessu ekki. Við vorum svo góðir í fyrri hálfleik og vorum svo ánægðir með hann. Svo er eins og við hættum að spila okkar leik og hættum að þora.“
Sagði Kolbeinn Finnson leikmaður Íslands um tilfinninguna eftir 1-1 jafntefli Íslands og Lúxemborgar fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Lúxemborg

Íslenska liðið réð lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleik og hefði að ósekju átt að vera búið að skora fleiri mörk en þetta eina sem liðið gerði í hálfleiknum. Gestirnir gerðu breytingu á liði sínu í hálfleik og settu Gerson Rodrigues inn á og hafði hann jafnað leikinn innan við mínútu eftir að síðari hálfleikur hófst.

„Þetta er bara eitt skot langt utan af velli og lítið hægt að gera í þvi. Auðvitað eigum að loka fyrir þetta fyrr og ekki leyfa þeim að komast í þetta skot. Við eigum eftir að skoða leikinn betur og sjá hvað fór úrskeiðis.“

Framundan er viðureign við Lichtenstein á Laugardalsvelli næstkomandi mánudagskvöld. Kjörið tækifæri til að sýna jákvæða frammistöðu í 90 mínútur?

„Já klárlega það er það eina í stöðunni að halda áfram og þróa okkar leik. Við sýndum hvað við getum í fyrri hálfleik og það býr mikið í þessu liði. Ég er alveg jávæður fyrir framtíðina eins og við sýndum í fyrri hálfleik hvernig leik við getum spilað. Við eigum eftir að læra aðeins betur hvernig við vinnum þessa leiki en það kemur.
Þetta er enn ungir strákar og við erum með hjálp frá þeim eldri.“


Sagði Kolbeinn en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan


Athugasemdir
banner