Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
banner
   mán 13. október 2025 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Einkunnir Íslands - Þetta var talsvert betra októberkvöld
Eimskip
Guðlaugur Victor var geggjaður í leiknum.
Guðlaugur Victor var geggjaður í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hákon Arnar, stórkostlegur.
Hákon Arnar, stórkostlegur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Daníel Leó skilaði sínu mjög vel í dag.
Daníel Leó skilaði sínu mjög vel í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þetta var talsvert betra októberkvöld. Ísland náði frábærum úrslitum með því að gera jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.

Elías Rafn Ólafsson - 8
Varði frábærlega tvisvar í fyrri hálfleik og gat lítið gert í mörkunum. Var með gott vald á teignum.

Mikael Egill Ellertsson - 8
Bjargaði stórkostlega í fyrri hálfleik og var mjög góður í leiknum, þá sérstaklega varnarlega.

Guðlaugur Victor Pálsson - 8
Gerði geggjað mark og var stórkostlegur framan af. Leit ekki frábærlega út í fyrsta markinu en fram að því var hann óaðfinnanlegur. Skallaði ófáa bolta í burtu og vann margar tæklingar.

Sverrir Ingi Ingason - 8
Stjórnaði varnarlínunni af stakri prýði. Skallaði oft og mörgum sinnum í burtu og stóð sig vel.

Daníel Leó Grétarsson - 9
Var stórkostlegur í öftustu línu Íslands og klárlega með betri mönnum vallarins. Hefði mögulega átt að gera betur í öðru marki Íslands.

Logi Tómasson - 7
Skilaði sínu dagsverki prýðilega í öftustu línu Íslands í dag áður en hann fór út af eftir klukkutíma.

Hákon Arnar Haraldsson - 9
Hljóp endalaust og sýndi mikil gæði á boltanum sem var mikilvægt í leiknum. Hljóp gjörsamlega úr sér lungun og vann mörg einvígi. Leiðtoginn okkar á vellinum.

Ísak Bergmann Jóhannesson - 8
Var öruggur á boltanum og skilaði sínu mjög vel. Gerði virkilega vel í öðru marki Íslands.

Sævar Atli Magnússon - 7
Hljóp og barðist fyrir málstaðinn eins og við var að búast af honum. Vann aukaspyrnuna sem fyrra markið kom úr.

Daníel Tristan Guðjohnsen - 7
Gerði vel fyrri hálfleikinn sem hann spilaði og stóð sig sérstaklega vel í vörninni.

Albert Guðmundsson - 9
Á stóran þátt í báðum mörkunum sem Ísland skoraði. Frábær gluggi hjá Alberti.

Varamenn:
Brynjólfur Willummsson - 7
Jón Dagur Þorsteinsson - 7
Kristian Hlynsson - 8
Athugasemdir
banner