
Það var pirringur í frönskum blaðamönnum er þeir stóðu að bíða eftir leikmönnum franska landsliðsins eftir 2-2 jafntefli gegn Íslandi í kvöld.
Eftir leik var stór hópur franskra blaðamanna samankominn á viðtalasvæðinu við Laugardalsvöll að bíða eftir leikmönnum.
Eftir leik var stór hópur franskra blaðamanna samankominn á viðtalasvæðinu við Laugardalsvöll að bíða eftir leikmönnum.
Þessir blaðamenn höfðu lagt á sig ferðalag til að koma hingað og sjá leikinn, en þeir þurftu að bíða lengi eftir leikmönnum í viðtal eftir hann.
Það mátti heyra á þeim að þeir voru ekki sáttir en þegar Daníel Tristan Guðjohnsen mætti í viðtal þá sagði einn franski blaðamaðurinn á ensku: „Ísland 8 - 0 Frakkland," og grínaðist hann með það hvort íslenskir blaðamenn væru að borga leikmönnum til að mæta í viðtöl.
Var hann þá hissa á því hversu margir íslenskir leikmenn hefðu mætt í viðtal á meðan enginn úr franska liðinu hafði komið.
Jean-Philippe Mateta, sóknarmaður Crystal Palace, mætti svo þegar um 50 mínútur voru liðnar frá leikslokum. Hann var fyrsti leikmaður franska liðsins til að mæta en þeir eru örugglega svekktir með úrslitin á Laugardalsvelli í kvöld.
Athugasemdir