Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 13. nóvember 2019 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Inter Miami mætir LA Galaxy í opnunarleiknum
Inter Miami mun spila fyrsta leik sinn í MLS-deildinni á næsta tímabili en liðið mætir Los Angeles Galaxy í opnunarleiknum.

David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er einn af eigendum Inter Miami.

Það var brautryðjandi fyrir bandaríska knattspyrnu er hann gekk til liðs við LA Galaxy árið 2007 en þar vann hann deildina tvisvar á fimm árum sínum í Bandaríkjunum.

Það er því afar viðeigandi að Inter Miami mæti LA Galaxy í opnunarleik MLS-deildarinnar á næsta tímabili er Miami-liðið tekur þátt í fyrsta sinn.

Leikurinn fer fram þann 14. mars á nýjum heimavelli Inter Miami í Fort Lauterdale í Flórida. Völlurinn tekur 18 þúsund manns í sæti.
Athugasemdir