Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. nóvember 2020 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Dagur: Enginn fer áfallalaust í gegnum sinn feril
Markvörðurinn Aron samdi við Grindavík í vikunni.
Markvörðurinn Aron samdi við Grindavík í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hefði aldrei farið í Grindavík ef félagið hefði ætlað sér að leika sér eitthvað í þessari deild.
Ég hefði aldrei farið í Grindavík ef félagið hefði ætlað sér að leika sér eitthvað í þessari deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Það var númer eitt, tvö og þrjú að fá að spila á næsta ári.
Það var númer eitt, tvö og þrjú að fá að spila á næsta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég ætlaði mér miklu stærri hluti en að koma svona út frá þessu sumri. Ég ætlaði að standa mig miklu betur en raunin varð. Þetta voru mikil vonbrigði.
Ég ætlaði mér miklu stærri hluti en að koma svona út frá þessu sumri. Ég ætlaði að standa mig miklu betur en raunin varð. Þetta voru mikil vonbrigði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta er eitthvað sem kemur fyrir alla, það er enginn markvörður í heiminum sem hefur ekki átt svona leik. Það var mjög erfitt strax eftir leikinn en svo áttar maður sig á því að enginn fer áfallalaust í gegnum sinn feril.
Þetta er eitthvað sem kemur fyrir alla, það er enginn markvörður í heiminum sem hefur ekki átt svona leik. Það var mjög erfitt strax eftir leikinn en svo áttar maður sig á því að enginn fer áfallalaust í gegnum sinn feril.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Aron Dagur Birnuson samdi í vikunni við Grindavík. Aron er uppalinn í KA og lék hann sína fyrstu mótsleiki fyrir Akureyrarfélagið árið 2016.

Aron er 21 árs gamall og lék alls átján leiki í efstu deild fyrir KA. Árið 2018 varði hann mark Völsungs í 2. deildinni. Í haust ákvað hann að rifta samningi sínum við KA og hélt í kjölfarið suður yfir heiðar.

„Mér líst ótrúlega vel á það að vera kominn í annað félag sem spilar í gulu. Ég var fyrst ekkert mjög spenntur fyrir Grindavík og langaði að spila áfram í Pepsi. Ég fór á fund með mönnum frá félaginu og heillaðist upp úr skónum af því sem þeir höfðu að segja. Það var ekkert planið að fara í 1. deildina og mætti segja að ég hafi verið talaður í að taka þennan slag," sagði Aron Dagur.

„Það voru nokkur lið sem höfðu samband. Það voru nokkur lið úr efstu deild og eitthvað af liðum úr Lengjudeildinni."

Ætlaði sér miklu stærri hluti
Hvers vegna ákvað Aron að yfirgefa KA á þessum tímapunkti?

„Mér fannst vera kominn tími á að breyta til hjá mér. Ég var búinn að vera í KA síðan ég man eftir mér. Síðustu tvö tímabil gengu fínt að mestu leyti þegar ég spilaði en það var erfitt þegar ég spilaði ekki. Engin fjölskylda til að vera í kringum. Fjölskyldan flutti til Grindavíkur þar sem helmingur föðurættarinnar er héðan og fjölskyldan þekkir mjög mikið af fólki hér."

Er Aron svekktur með tímabilið í ár? Hann lék fimm leiki, þar af fyrstu fjóra leikina í deildinni.

„Já ég er mjög svekktur með það og ég ætlaði mér miklu stærri hluti en að koma svona út frá þessu sumri. Ég ætlaði að standa mig miklu betur en raunin varð. Þetta voru mikil vonbrigði."

Aron gat rift samningi sínum þar sem ákvæði í samningi hans gaf honum kost á því. Hann hefði þurft að spila a.m.k. helming leikja KA í sumar til að það ákvæði hefði fallið úr gildi.

Stefnan það sem heillaði
Var það stefna Grindavíkur að fara upp í efstu deild sem heillaði Aron?

„Já algjörlega. Ég hefði aldrei farið í Grindavík ef félagið hefði ætlað sér að leika sér eitthvað í þessari deild. Ég var ekkert viss um að markmiðið væri að fara upp en þegar ég heyrði í þeim þá var stefnan sett að vera í efstu deild á næsta ári."

Tilkynnt var þegar Aron skrifaði undir að hann yrði markvörður númer eitt í Grindavíkurliðinu. Vladan Djogatovic hefur varið mark liðsins undanfarin ár og fengið mikið lof fyrir sína frammistöðu. Finnur Aron fyrir pressu?

„Nei, ég finn ekki fyrir mikilli pressu. Eina pressan sem ég finn fyrir er sú sem ég set á sjálfan mig. Ég geri gríðarlega miklar kröfur á sjálfan mig að standa mig vel í hverjum leik og á hverri æfingu en finn enga pressu utan frá."

Mikilvægt að fá að spila
Skipti það Aron máli að það væri ljóst að hann yrði markvörður númer eitt?

„Já algjörlega. Það var númer eitt, tvö og þrjú að fá að spila á næsta ári. Mér finnst ég vera kominn á þann stað að ég verði að fá að spila. Maður getur bara náð ákveðið langt ef maður er bara að æfa. Ég vildi frekar fá spilatíma í 1. deildinni heldur en að sitja á bekknum hjá góðu liði í efstu deild. Æfingalega gætu gæðin verið betri þar en í Grindavík en spilatíminn er mjög mikilvægur á komandi árum."

Fylgist almennt ekki mikið fótbolta
Hvernig voru fyrstu kynni að Sigurbirni Hreiðarssyni, þjálfara Grindavíkur?

„Ég er búinn að hitta Bjössa einu sinni. Ég var búinn að heyra af honum í gegnum Guðjón Pétur Lýðsson og hann þekkir Bjössa mjög vel. Guðjón Pétur og Andri Stefán tala mjög vel um hann og aðrir líka."

Fylgdist Aron Dagur vel með Lengjudeildinni í ár og veit hann í hvernig lið hann er að ganga?

„Svona já og nei. Ég skoðaði hópinn þegar ég heyrði af áhuga frá félaginu. Almennt fylgist ég mjög lítið með fótbolta en ég skoðaði hvaða lið verða í deildinni og svoleiðis á næsta ári. Ég býst við að þetta verði hörku deild."

Enginn fer áfallalaust í gegnum sinn feril
Aron fékk gagnrýni á sig fyrir frammistöðu sína gegn Fylki í 4. umferð. Er hann svekktur út í sína frammistöðu í þeim leik?

„Já auðvitað var ég svekktur út í mína frammistöðu þar en ég er bara 21 árs og ég býst við því að upplifa fleiri svona leiki á ferlinum. Þetta er eitthvað sem kemur fyrir alla, það er enginn markvörður í heiminum sem hefur ekki átt svona leik."

„Það var mjög erfitt strax eftir leikinn en svo áttar maður sig á því að enginn fer áfallalaust í gegnum sinn feril. Ég tók þetta á kassann og reyndi að æfa eins vel og ég get til að komast aftur í liðið sem gerðist svo aðeins seinna en ég bjóst við."


Aron var settur á bekkinn í kjölfarið á leiknum gegn Fylki. Hann kom aftur inn í liðið í leiknum gegn Víkingi sem reyndist vera lokaleikur KA í deildinni. Var erfitt að fylgjast með verandi ekki í liðinu?

„Já og nei. Okkur var ekkert að ganga frábærlega, við vorum að spila mjög fínt, en náðum ekki í marga sigra."

„Mér leið ekkert mjög vel á bekknum og mér finnst ég eiga heima í liðinu sama í hvaða liði ég er. Maður verður samt að virða ákvörðun þjálfaranna og ég virti hana. Það var ekkert vesen í kringum það að ég var á bekknum. Ég reyndi að æfa vel og koma mér aftur inn í liðið,"
sagði Aron að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner