Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 13. nóvember 2024 18:30
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Jói Berg um Sádi-Arabíu: Deildin sterk þó tempóið sé lægra
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í sumar fór Jóhann Berg Guðmundsson í hina umtöluðu Sádi-arabísku deild en hann samdi við Al-Orobah. Hann segist njóta þessarar nýju upplifunar en hann spilar alla leiki liðsins.

„Þetta er auðvitað allt öðruvísi, öðruvísi kúltúr og hitinn og annað sem maður þurfti að venjast. Ég hef mjög gaman að þessu, ég spila alla leiki og allar mínútur. Það er það sem maður vill í fótbolta," segir Jóhann Berg.

„Mér líður mjög vel þarna. Þetta er fín tilbreyting. Ég var lengi hjá Burnley og mér fannst þegar ég kom þangað aftur að þetta væri orðið mjög gott og mér fannst ég þurfa að prófa eitthvað nýtt. Ég tel mig eiga nóg eftir í fótbolta og að komast í þessa deild, sterka deild, er skemmtilegt."

Eins og áður segir þá spilar Jói hverja mínútu hjá liðinu en deildin er mjög frábrugðin ensku Championship-deildinni sem hann þekkir ansi veli.

„Það er töluvert lægra tempó og hitinn hefur auðvitað töluverð áhrif á það. Leikurinn er oftar stöðvaður, menn liggja og sjúkraþjálfarinn að koma inná. Þetta er aðeins öðruvísi. Það er mjög gaman að þessu og gaman að prófa að spila í öðru landi. Ég taldi þetta vera komið gott í Englandi og ákvað að færa mig til."

„Ég er ekkert feiminn við að prófa eitthvað nýtt og prófa nýjan kúltúr. Það hefur bara verið gaman að takast á við þetta. Þetta er nýtt lið í deildinni og örugglega fullt sem maður er að kenna þeim. Það eru allir tilbúnir að gera allt fyrir mann þarna og þetta er frábært fólk."

„Það eru flottir leikmenn þarna, maður er að spila á móti Ronaldo, Brozovic og Mane. Al-Hilal er með Mitrovic og fullt af landsliðsmönnum, í Portúgal og fleiri liðum. Þetta er sterk deild þó tempóið sé aðeins lægra," segir Jóhann Berg.

Al-Orobah hefur verið í meiðslavandræðum og liðið sigið aðeins niður töfluna, það er í þrettánda sæti af átján liðum. Jói vonar að það fari þó að birta til eftir landsleikjagluggann.
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner