Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. desember 2019 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berbatov: Nýr framherji í janúar gæti haft neikvæð áhrif á Greenwood
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov, fyrrum framherji Bayer Leverkusen, Tottenham og Manchester United, er á þeirri skoðun að United eigi ekki að kaupa nýjan framherja í janúarglugganum.

Mikil umræða hefur verið um kaup á Erling Braut Haaland og fyrr í vetur var Mario Mandzukic í umræðunni.

Berbatov segir að mögulegt sé að framherjakaup í janúar gæti haldið aftur af framför ungra framherja hjá félaginu.

Mason Greenwood hefur fengið tækifæri hjá United í vetur og sýnt flotta takta, aukin samkeppni framávið gæti truflað hans framför.

Marcus Rashford, Anthony Martial og Mason Greenwood eru þeir leikmenn sem Ole Gunnar Solskjær hefur notast við sem framherja í vetur. Greenwood er einungis átján ára, Rashford er 22 ára og Martial 24 ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner