Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 13. desember 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu fagnaðarlætin hjá Atalanta - Gasperini í stuði
Gasperini hefur verið við stjórnvölinn hjá Atalanta í þrjú og hálft ár.
Gasperini hefur verið við stjórnvölinn hjá Atalanta í þrjú og hálft ár.
Mynd: Getty Images
Atalanta komst upp úr riðli sínum í Meistaradeild Evrópu með 0-3 sigri gegn Shakhtar Donetsk á miðvikudagskvöldið og fögnuðu leikmenn dátt að leikslokum.

Atalanta varð þar með fyrsta liðið í sögu keppninnar til að komast upp úr riðli eftir að hafa verið með aðeins eitt stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Atalanta hefur aldrei verið stórlið á Ítalíu og hefur aðeins unnið einn merkan titil, ítalska bikarinn árið 1963. Félagið hefur sex sinnum unnið B-deildina og fjórum sinnum endað í öðru sæti. Liðið fór síðast upp úr B-deildinni 2011 og komst í fyrsta sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár.

Félagið er staðsett í Bergamó en þar búa ekki nema um 120 þúsund manns. Borgin er því álitin sem frekar lítil og er skammt frá stórborginni Mílanó, sem er talsvert þekktari fyrir knattspyrnufélög sín. Til gamans má geta að launareikningur Atalanta er svipaður og hjá miðlungsfélagi í Championship deildinni.

Hér fyrir neðan má sjá fagnaðarlætin í klefanum hjá Atalanta eftir sigurinn í Úkraínu. Þjálfari liðsins Gian Piero Gasperini sýndi þar skemmtilega takta.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner