Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 13. desember 2019 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Willum um bróður sinn: Ég hef bara gaman af þessu - Illa nett fagn
Brynjólfur fagnar í sumar, fagnið fræga fylgir því miður ekki með.
Brynjólfur fagnar í sumar, fagnið fræga fylgir því miður ekki með.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd af bræðrunum árið 2017.
Mynd af bræðrunum árið 2017.
Mynd: Breiðablik
Willum Þór Willumsson var fyrr í dag í viðtali við Fótbolti.net um árið 2019 hjá BATE.

Þar fór hann yfir vistaskiptin frá Breiðabliki til BATE, fyrsta tímabilið í Hvíta-Rússlandi og þá var hann einnig spurður út í landsliðskallið í janúar.

Viðtalið:
Willum: Ætla mér enn stærra hlutverk hjá BATE

Willum var einnig spurður út í bróður sinn, Brynjólf Darra Willumsson, sem leikur með Breiðabliki. Bræðurnir voru í skemmtilegu viðtali í haust þar sem Brynjólfur sagðist vera betri bróðirinn.

Arnar Björnsson hjá Stöð 2, spurði Brynjólf, sem er yngri bróðirinn, hvort hann vildi verða betri bróðirinn.

„Já auðvitað - Ég er það," sagði Brynjólfur.

Willum, sem stóð við hliðin á Brynjólfi, svaraði: „Nei, ekki ennþá allavega."

Willum var spurður út í þetta viðtal í dag og hann sagðist hafa gaman af þessu hjá bróður sínum.

Willum var einnig spurður út í fögnin hjá yngri bróðurnum. Brynjólfur fagnaði í sumar mörkum með því lækka stuttbuxurnar svo það sást vel í undirbuxurnar, "Saggið" eins og það er kallað.

„Þetta er illa nett fagn."

„Vonandi fáum við að sjá meira af því næsta sumar,"
sagði Willum við Fótbolta.net

Sjá einnig:
Willum: Ætla mér enn stærra hlutverk hjá BATE
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner