Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   sun 13. desember 2020 17:00
Aksentije Milisic
Ingibjörg bikarmeistari með Vålerenga - Tvöfaldur meistari og leikmaður ársins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vålerenga er bikarmeistari í kvennaflokki en liðið vann LSK Kvinner í úrslitaleik í dag.

Ingibjörg Sigurðardóttir var sem fyrr í byrjunarliði Vålerenga og spilaði hún allan leikinn sem fór í framlengingu. Eftir markalausar 90. mínútur skoraði Vålerenga tvö mörk í framlengingu og tryggði sér titilinn.

Ingibjörg er því tvöfaldur meistari með liðinu en liðið varð einnig Noregsmeistari á dögunum. Þá var Ingibjörg valinn leikmaður ársins í deildinni.

Ajara Nchout og Marie Markussen skoruðu mörkin.



Athugasemdir
banner
banner