Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   þri 13. desember 2022 19:46
Brynjar Ingi Erluson
Alvarez bætir við öðru marki - Argentína með annan fótinn í úrslitin
Mynd: EPA
Argentína er að vinna Króatíu 2-0 og stefnir í að sigurinn verði enn stærri en Lionel Messi og hans menn eru nú með annan fótinn í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Katar.

Lestu um leikinn: Argentína 3 -  0 Króatía

Messi kom Argentínu yfir með marki úr vítaspyrnu á 34. mínútu eftir að Dominik Livakovic braut á Julian Alvarez inn í teig.

Stuttu síðar komst Argentína í góða skyndisókn. Alvarez hljóp með boltann framhjá þremur varnarmönnum áður en hann skoraði framhjá Livakovic.

Argentínumenn gátu bætt við þriðja markinu stuttu síðar en Livakovic varði skalla Alexis Mac Allister eftir hornspyrnu. Hægt er að sjá markið hjá Alvarez hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner