
Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, gerir tvær breytingar á liði sínu fyrir undanúrslitaleikinn gegn Króatíu á heimsmeistaramótinu í Katar, en leikurinn hefst klukkan 19:00 og er í beinni útsendingu á RÚV.
Lestu um leikinn: Argentína 3 - 0 Króatía
Marcos Acuna er í banni hjá Argentínumönnum og er því ekki með í dag en það er Nicolas Tagliafico sem kemur inn fyrir hann.
Lisandro Martínez kemur þá einnig úr byrjunarliðinu og er það Leandro Paredes sem kemur í hans stað. Líklegt er að Scaloni fari yfir í 4-4-2 leikkerfi í dag.
Zlatko Dalic, þjálfari Króata, gerir enga breytingu á liði sínu frá síðasta leik.
Argentína: Emi Martínez; Molina, Romero, Otamendi, Tagliafico; De Paul, Paredes, Enzo Fernández, Mac Allister; Messi, Álvarez
Króatía: Livakovic, Juranovic, Gvardiol, Lovren, Sosa, Modric, Brozovic, Kovacic, Pasalic, Kramaric, Perisic.


Athugasemdir