Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   þri 13. desember 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
„Erum með bestu stuðningsmenn heims og getum unnið HM“
„Við viljum komast í úrslitaleikinn. Við erum ekki saddir þó við séum fyrsta Afríkuþjóðin til að komast í undanúrslitin. Við viljum fara lengra. Við mætum besta liði heims en erum einbeittir á það sem við viljum afreka," segir Walid Regragui, þjálfari Marokkó.

Marokkó leikur annað kvöld gegn Frakklandi í undanúrslitum HM í Katar.

„Þegar þú ert með ástríðu, þrá og einbeitingu ásamt því að vera með stuðningsmennina þér við hlið þá getur þú afrekað allt. Við trúum því að við getum orðið heimsmeistarar."

„Við komum með 20 þúsund stuðningsmenn, þetta eru rosalegir stuðningsmenn, þeir bestu í heiminum. Við kynnum þá fyrir heimsbyggðinni."

Regragui er með tvöfalt ríkisfang en hann fæddist einmitt í Frakklandi.

„Já ég fæddist í Frakklandi. Ég er virkilega stoltur af því. En það er sama hver mótherjinn er, við viljum komast í úrslitaleikinn. Það er áskorun að mæta besta liði heims en það skiptir ekki máli hver mótherjinn er þegar við spilum fyrir Marokkó, við erum Marokkó."
Athugasemdir