
Grant Wahl, einn þekktasti fótboltafréttamaður Bandaríkjanna, lést um síðustu helgi er hann var að fjalla um leik Argentínu og Hollands á HM í Katar.
Wahl féll skyndilega úr sæti sínu í fjölmiðlaaðstöðunni á Lusail leikvangnum í framlengingu leiksins. Björgunaraðilar voru fljótir að koma að honum og hefja endurlífgunartilraunir en tókst ekki að bjarga lífi hans.
Bróðir hans, Eric Wahl, taldi fyrst að mögulega hefði verið um morð að ræða. Hann segir Grant hafa verið heilbrigðan en hann hafi fengið líflátshótanir eftir að hann klæddist bol með regnbogalitum á mótinu. Samkynhneigð er bönnuð í Katar en Wahl klæddist bolnum til að sýna bróður sínum stuðning. Bróðir hans er samkynhneigður.
Eric hefur núna sent frá sér stuttorða tilkynningu þar sem fram kemur að hann gruni það ekki lengur að um morð hafi verið að ræða. Hann segir að von sé á frekari yfirlýsingu frá fjölskyldunni á næstunni.
The family will release a statement as to cause of death soon. I no longer suspect foul play. It was not PE. https://t.co/OKRV6XEvgL
— Eric Wahl (@ziplamak) December 13, 2022
Athugasemdir