
Lionel Messi var valinn maður leiksins í 3-0 sigri Argentínu á Króatíu í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar í kvöld en hann varð um leið markahæsti Argentínumaðurinn í keppninni.
Messi, sem er 35 ára gamall, skoraði fimmta mark sitt fyrir argentínska landsliðið á þessu móti og ellefta í heildina.
Mark hans kom úr vítaspyrnu á 35. mínútu leiksins eftir að Dominik Livakovic hafði brotið á Julian Alvarez.
Alvarez skoraði tvö mörk til viðbótar og bæði glæsileg, en Messi lagði upp síðara eftir laglegt einstaklingsframtak.
Messi er nú markahæsti leikmaður argentínska landsliðsins í sögu HM með ellefu mörk, einu meira en Gabriel Omar Batistuta.
Sá ætlar að kveðja HM með stæl en þetta er að öllum líkindum hans síðasta heimsmeistaramót.
Athugasemdir